11.7.2007 | 13:15
Toto, komu sáu og sigruðu!
Það hafa eflaust margir beðið spenntir eftir því að strákarnir úr Toto stigu fæti á Ísland. Þó svo að hinir ungu hjarta knúsarar hafi vaxið úr grasi og farnir að spila meira rokk þá er ekki annað hægt en að segja að þeir hafi svo sannarlega staðið undir nafni í Laugardalnum í gærkveldi þar sem hljómsveita nafnið Toto er dregið frá latínu og á að vitna í það að þeir geti spilað hvaða tónlist sem þeim dettur í hug. Og mátti heyra það í gær þar sem þeir tóku fyrir lög allt frá ástarballöðum og upp í rokkuð lög sem hægt var að "head bang'a" við.
Ekki var þó mikið fjör í fólki fyrstu mínúturnar og var það líkt og spýtukörlum hefði verið raðað upp fyrir framan sviðið, töfradísin hans gosa hefur eflaust leynst í skeggi Leland Sklar, session spilarans, og dreift töfraryki yfir stæðið þar sem allir voru farnir að hoppa og skrækja með Bobby og Luke og höfðu þeir félagar eflaust mjög gaman af þeim umbreytingum.
Það var þó mjög sárt að horfa á Bobby Kimball að syngja því eins og harðir Toto aðdáendur vita að þá var hann með þá rosalegustu söng rödd sem hægt er að heyra og algjör draumur að hlusta á hann þenja raddböndin, en því miður eru það einmitt þau sem hafa brugðist honum en ef ég hef réttar upplýsingar þá fékk Bobby einhvern sjúkdóm í raddböndin og mátti sjá hann svolgra í sig vatnsbrúsunum og sturta í sig lyfjum. Bobby Kimball er með hjartað á réttum stað og það var æðislegt að sjá hann enn á sviðinu með Toto þrátt fyrir hversu sárt það er að fá ekki að heyra hans réttu tóna life og finna fyrir gæsahúðinni skríða um sig.
Toto komu sáu og sigruðu!
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.