Mjólk virkilega dýrari en cola?!

Nú get ég ekki beint sagt að ég hafi miklar staðreindir eða heimildir á bakvið mig þar sem þetta flaug bara í huga mér í vinnunni um daginn og þar sem ég vinn á kassa þá náttúrulega fljúga verð og tilboð í huga mínum alla daga og var það bara fyrir stuttu síðan þegar að ónefnd cola tegund var á tilboði hjá okkur eða 99kr. 2l. flaska og eru það stærstu umbúðir af þessari sort sem hægt er að versla sér út í búð á okkar ástkæra landi, hinsvegar þá kostar 2l af mjólk (einnig stærsta umbúð af þeirri sort, að ég best veit) kostar í kringum 125kr. og ekki hef ég orðið beint vör við nein rosa tilboð á blessaðri mjólkinni fyrir utan það þegar verið var að selja hana á krónu í einhverju samkeppnis rugli.
Sem sagt 2l cola = 99kr. 2l mjólk ~ 125kr. og nú hugsar eflaust einhver "þetta er nú ekki sanngjarnt, colað var á tilboði" nú? og hvað með það? ekki eins og það sé algeng sjón að sjá mjólk á tilboði, enda er hún nauðsynja vara, og enginn hagnaður í að bjóða gott verð á mjólk. Þá er það stór spurning hvort þetta sé virkilega ákjósanlegt? Er ekki einhver galli í landbúnaði hjá okkur Íslendingum eða erum við bara of treg?
Ekki misskylja mig og halda að ég sé að ýja að því að hækka verðið á gosi en þetta eru hálf sláandi tölur þó svo að þær séu ekki á beint áræðanlegum staðreindum né heimildum byggðar.

(tölur þessar hafa enga heimild á baki sér og mun búðin því verða ónefnd og biðst ég forláts ef ég fer með rangt mál)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sandra Dögg
Sandra Dögg

Spurt er

Er búið að græja sig upp fyrir sumarið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband