Reykjanesbrautin slysagildra?

Nú bý ég í Hafnarfirðinum, og hef búið þar alla mína æfi, sem þýðir að mjög tíð leið mín til næstu bæjarfélaga sé Reykjanesbrautin. Eins og glöggir vegfarendur og frétta unendur hafa án efa tekið eftir að verið er að tvöfalda veginn og framkvæmdir hafa nú staðið yfir í tæpt ár, ef ég man rétt, og kemur það mér ansi mikið á óvart hversu illa svæðið er merkt, þ.e.a.s. t.d. þá er maður að keyra á tvöföldum vegi en svo allt í einu mjókkar vegurinn og þú sérð enga viðvörun um það nema örfáum metrum áður en hann mjókkar eða þegar hann er búinn að mjókka, þetta er alveg stórhættulegt á seint á kvöldin og á nóttunni þegar maður hefur enga aðra umferð sér til viðmiðunar.  Maður þarf ekki að vera að keyra á óleglegum hraða til þess að vera næstum því búin að bomba á einhverskonar littla steypu veggi sem þeir eru búnir að raða þarna þétt upp að hvor öðrum.. hversvegna í óssköpunum eru þeir svona þétt raðaðir? Til þess að maður káli sér pottþétt ef maður skyldi ekki hafa tekið eftir skyltinu sem varar mann við hættu 5 metrum áður?
Það hefur því miður orðið banaslys í þessum framkvæmdum og spyr ég bara hvort þau eigi virkilega að verða fleiri?
Sjálf keyrði ég þarna seint um kvöld og var þó svo heppin að það voru í kringum 4 bílar stutt fyrir framan mig og nelgdu þeir allir skyndilega niður og fór ég þá á fullu að skima í kringum mig eftir útskýringu (lögreglu, skyltum eða einhverju í þá áttina), allt kom fyrir ekkert þangað til að þessi guli lági steinsteypi veggur blasir við mér í 70-80° gráðu beygju, ég negli niður og beygi skarpt eins og forverar mínir, með hjartað í buxunum óviss hvort ég ætti að bölva sjálfri mér eða lélegum aðvörunum því þetta hefði auðveldlega geta orðið mér að miklu tjóni og jafnvel dauða ef ekki hefði verið fyrir bílana sem gáfu mér örlitlar upplýsingar um hvað í vændum var.
Það er þó um tæpur mánuður síðan að þetta var þannig að það er búið að breyta þessu aftur og taka þessa beygju en þá var hún skyndilega komin fyrir stuttu bara þegar maður keyrir í hina áttina, sem betur fér uppgvötaði ég það um miðjann dag og umferðin var mikil, en ekki sé ég þó mikið af viðvörunum heldur, eins kaldhæðnislegt og það kann að hljóma þá sá ég viðvörunar skilti um mjókkun vegarinns eftir að hann hafði mjókkað.....
Vona að þessum framkvæmdum fari að ljúka og kannski að skiltum og ýmsum viðvörunum verði fjölgað þangað til.

Takk fyrir lesturinn og afsaka ef ég er að fara með rangt mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sandra Dögg
Sandra Dögg

Spurt er

Er búið að græja sig upp fyrir sumarið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband