"Aftakan"

Ég var vakin snemma morguns af ónotarlegum hávaða sem þýddi aðeins eitt, í dag var dagurinn.
Ég stökk á fætur vitandi að því að þetta væri ekki eitthvað sem hægt væri að komast hjá. Skrölti af stað til "aftöku" minnar. Við móttöku var ég beðin um raðnúmer til að hægt væri að bera kennsl á mig, því næst var mér vísað á afskegt herbergi þar sem ég var látin dúsa ásamt öðrum fórnarlömbum. Kallað var á okkur úr fjarlægu herbergi, eitt í einu, og heyrði maður daufan raddblæ böðlanna úr fjarska er þeir hófu samræður.
"Sandra Dögg!", stundin var runnin upp, það var nú eða aldrei, hálf föl gekk ég í áttina þaðan sem raddirnar komu. Ég var látin afklæðast, því næst var ég leidd í aftökustólinn, þar sat ég á meðan annar böðullinn pikkaði inn á takkaborð á meðan hann fylgdist einbeittur á svip með kössóttum lampa fyrir framan sig. Að lokum stóð hann upp, mjakaði sér í átt til mín og hóf að undirbúa mig fyrir það sem í vændum var. ég læsti augunum á skóna mína, líkt og þeir væru það merkilegasta í allri veröldinni. Það var þá sem böðullinn lét verða af því, ég fann hvernig málmurinn þrýstist í gegnum bert holdið, sviminn kastaði sér yfir mig eins og alda á klettabergi.
Böðullinn tók til máls "þá er allt komið og þú mátt bara fara". Ég stökk upp úr stólnum, henti mér í yfirhafnir, þakkaði hjúkrunarfræðingnum fyrir og labbaði út úr herberginu skelkuð á svip, út af heilsugæslunni og inn í bíl "guði sé lof, loksinns búið að taka úr mér blóðsýnið!" Keyrði því næst heim líkt og þungu fargi hefði verið létt af mér, illu er best aflokið.
Nú er ekkert inni í dæminu nema bara að bíða eftir niðurstöðunum og vona að þær upplýsi mig um það hvað mögulega sé að mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sandra Dögg
Sandra Dögg

Spurt er

Er búið að græja sig upp fyrir sumarið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband