Gleðilegt sumar!

Jæja þá er maður kominn með enn eitt bloggið!

Á morgun á ég tíma hjá lækninum mínum og fæ að komast að því hvers vegna ég er búin að vera með þessa endalausu hausverki undanfarnar vikur, ef ekki mánuði, búin að vera mjög slöpp seinustu daga og lýsir það sér með almennum slappleika, þreytu, svima, höfuðverkjum, einbeitingar skorti og ég veit ekki hvað og hvað.
Vaknaði snemma í gær og fann næstum ekkert fyrir höfuðverkjum þannig að mér leið alveg frábærlega, tók til og þreif þar til ég átti að mæta í vinnu, og hélt bara að ég væri öll að koma til. Síðan þegar ég ætlaði að fara að sofa um kvöldið, eitthvað á bilinu 10-11, þá dúndraðist hausverkurinn aftur á mig ásamt því að mér var bara illt út um allan skrokkinn, var svipuð tilfinning eins og ég hefði verið á einhverju súper fylleríi og væri loksinns að finna þynnkuna fleyta sér yfir mig. Þannig að ég fékk ekki beint mikinn svefn í nótt og var hálf andvaka bara og er enn með hausverk.
Allavegana þá er ég að fara til læknis á morgun eins og kom fram hér fyr í færslunni og mun þá væntanlega vera tekin úr mér blóðprufa og athugað hvort þetta sé blóðleysi eða eitthvað í þá áttina.
Eitthvað hálf óhugnarleg hugsun samt að láta stinga inn í sig einhverskonar málmröri og láta sjúga út úr sér blóðið.. Ég fæ þó allavega að vita í hvaða blóðflokki ég er þar sem þetta ku verða mín fyrsta blóðprufa svo að ég viti af. Smile

Takk fyrir mig í bili og gleðilegt sumar!


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og ellefu?
Nota HTML-ham

Höfundur

Sandra Dögg
Sandra Dögg

Spurt er

Er búið að græja sig upp fyrir sumarið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband