Færsluflokkur: Bloggar

Toto, komu sáu og sigruðu!

Það hafa eflaust margir beðið spenntir eftir því að strákarnir úr Toto stigu fæti á Ísland. Þó svo að hinir ungu hjarta knúsarar hafi vaxið úr grasi og farnir að spila meira rokk þá er ekki annað hægt en að segja að þeir hafi svo sannarlega staðið undir nafni í Laugardalnum í gærkveldi þar sem hljómsveita nafnið Toto er dregið frá latínu og á að vitna í það að þeir geti spilað hvaða tónlist sem þeim dettur í hug. Og mátti heyra það í gær þar sem þeir tóku fyrir lög allt frá ástarballöðum og upp í rokkuð lög sem hægt var að "head bang'a" við.
Ekki var þó mikið fjör í fólki fyrstu mínúturnar og var það líkt og spýtukörlum hefði verið raðað upp fyrir framan sviðið, töfradísin hans gosa hefur eflaust leynst í skeggi Leland Sklar, session spilarans, og dreift töfraryki yfir stæðið þar sem allir voru farnir að hoppa og skrækja með Bobby og Luke og höfðu þeir félagar eflaust mjög gaman af þeim umbreytingum.
Það var þó mjög sárt að horfa á Bobby Kimball að syngja því eins og harðir Toto aðdáendur vita að þá var hann með þá rosalegustu söng rödd sem hægt er að heyra og algjör draumur að hlusta á hann þenja raddböndin, en því miður eru það einmitt þau sem hafa brugðist honum en ef ég hef réttar upplýsingar þá fékk Bobby einhvern sjúkdóm í raddböndin og mátti sjá hann svolgra í sig vatnsbrúsunum og sturta í sig lyfjum. Bobby Kimball er með hjartað á réttum stað og það var æðislegt að sjá hann enn á sviðinu með Toto þrátt fyrir hversu sárt það er að fá ekki að heyra hans réttu tóna life og finna fyrir gæsahúðinni skríða um sig.

Toto komu sáu og sigruðu!


Fullkomið blóð

 Jæja þá er maður búinn að fá út úr blóðprufunni og ég er bara með mjög gott blóð, umfram járn ef eitthvað. Veit ekki hvort það sé gott eða slæmt því það þíðir að þetta sé eitthvað annað og vonandi ekki flóknara. Allavega ekkert nær því hvað sé að. Gleymdi svo að spyrja hvaða blóðflokki ég væri í þannig að ég græddi ekkert á þessu nema ljótann og óþæginlegann marblett inn í olbogann. Læknirinn sagði mér að koma aftur ef þetta færi ekki með vorinu... og viti menn... höfuðverkurinn byrjaði aftur í gærkveldi Frown. Vissi svo sem að hann kæmi aftur, vona að ég fái allavega pásu frá þessum sterku höfuðverkjum og hætti að verða svona þreytt... sem ég býst reyndar eiginlega ekki við hehe Pouty.

 

MarbletturMarblettur

Myndir af flotta marblettinum sem ég fékk eftir prufuna Sideways


Reykjanesbrautin slysagildra?

Nú bý ég í Hafnarfirðinum, og hef búið þar alla mína æfi, sem þýðir að mjög tíð leið mín til næstu bæjarfélaga sé Reykjanesbrautin. Eins og glöggir vegfarendur og frétta unendur hafa án efa tekið eftir að verið er að tvöfalda veginn og framkvæmdir hafa nú staðið yfir í tæpt ár, ef ég man rétt, og kemur það mér ansi mikið á óvart hversu illa svæðið er merkt, þ.e.a.s. t.d. þá er maður að keyra á tvöföldum vegi en svo allt í einu mjókkar vegurinn og þú sérð enga viðvörun um það nema örfáum metrum áður en hann mjókkar eða þegar hann er búinn að mjókka, þetta er alveg stórhættulegt á seint á kvöldin og á nóttunni þegar maður hefur enga aðra umferð sér til viðmiðunar.  Maður þarf ekki að vera að keyra á óleglegum hraða til þess að vera næstum því búin að bomba á einhverskonar littla steypu veggi sem þeir eru búnir að raða þarna þétt upp að hvor öðrum.. hversvegna í óssköpunum eru þeir svona þétt raðaðir? Til þess að maður káli sér pottþétt ef maður skyldi ekki hafa tekið eftir skyltinu sem varar mann við hættu 5 metrum áður?
Það hefur því miður orðið banaslys í þessum framkvæmdum og spyr ég bara hvort þau eigi virkilega að verða fleiri?
Sjálf keyrði ég þarna seint um kvöld og var þó svo heppin að það voru í kringum 4 bílar stutt fyrir framan mig og nelgdu þeir allir skyndilega niður og fór ég þá á fullu að skima í kringum mig eftir útskýringu (lögreglu, skyltum eða einhverju í þá áttina), allt kom fyrir ekkert þangað til að þessi guli lági steinsteypi veggur blasir við mér í 70-80° gráðu beygju, ég negli niður og beygi skarpt eins og forverar mínir, með hjartað í buxunum óviss hvort ég ætti að bölva sjálfri mér eða lélegum aðvörunum því þetta hefði auðveldlega geta orðið mér að miklu tjóni og jafnvel dauða ef ekki hefði verið fyrir bílana sem gáfu mér örlitlar upplýsingar um hvað í vændum var.
Það er þó um tæpur mánuður síðan að þetta var þannig að það er búið að breyta þessu aftur og taka þessa beygju en þá var hún skyndilega komin fyrir stuttu bara þegar maður keyrir í hina áttina, sem betur fér uppgvötaði ég það um miðjann dag og umferðin var mikil, en ekki sé ég þó mikið af viðvörunum heldur, eins kaldhæðnislegt og það kann að hljóma þá sá ég viðvörunar skilti um mjókkun vegarinns eftir að hann hafði mjókkað.....
Vona að þessum framkvæmdum fari að ljúka og kannski að skiltum og ýmsum viðvörunum verði fjölgað þangað til.

Takk fyrir lesturinn og afsaka ef ég er að fara með rangt mál.


"Aftakan"

Ég var vakin snemma morguns af ónotarlegum hávaða sem þýddi aðeins eitt, í dag var dagurinn.
Ég stökk á fætur vitandi að því að þetta væri ekki eitthvað sem hægt væri að komast hjá. Skrölti af stað til "aftöku" minnar. Við móttöku var ég beðin um raðnúmer til að hægt væri að bera kennsl á mig, því næst var mér vísað á afskegt herbergi þar sem ég var látin dúsa ásamt öðrum fórnarlömbum. Kallað var á okkur úr fjarlægu herbergi, eitt í einu, og heyrði maður daufan raddblæ böðlanna úr fjarska er þeir hófu samræður.
"Sandra Dögg!", stundin var runnin upp, það var nú eða aldrei, hálf föl gekk ég í áttina þaðan sem raddirnar komu. Ég var látin afklæðast, því næst var ég leidd í aftökustólinn, þar sat ég á meðan annar böðullinn pikkaði inn á takkaborð á meðan hann fylgdist einbeittur á svip með kössóttum lampa fyrir framan sig. Að lokum stóð hann upp, mjakaði sér í átt til mín og hóf að undirbúa mig fyrir það sem í vændum var. ég læsti augunum á skóna mína, líkt og þeir væru það merkilegasta í allri veröldinni. Það var þá sem böðullinn lét verða af því, ég fann hvernig málmurinn þrýstist í gegnum bert holdið, sviminn kastaði sér yfir mig eins og alda á klettabergi.
Böðullinn tók til máls "þá er allt komið og þú mátt bara fara". Ég stökk upp úr stólnum, henti mér í yfirhafnir, þakkaði hjúkrunarfræðingnum fyrir og labbaði út úr herberginu skelkuð á svip, út af heilsugæslunni og inn í bíl "guði sé lof, loksinns búið að taka úr mér blóðsýnið!" Keyrði því næst heim líkt og þungu fargi hefði verið létt af mér, illu er best aflokið.
Nú er ekkert inni í dæminu nema bara að bíða eftir niðurstöðunum og vona að þær upplýsi mig um það hvað mögulega sé að mér.


Mjólk virkilega dýrari en cola?!

Nú get ég ekki beint sagt að ég hafi miklar staðreindir eða heimildir á bakvið mig þar sem þetta flaug bara í huga mér í vinnunni um daginn og þar sem ég vinn á kassa þá náttúrulega fljúga verð og tilboð í huga mínum alla daga og var það bara fyrir stuttu síðan þegar að ónefnd cola tegund var á tilboði hjá okkur eða 99kr. 2l. flaska og eru það stærstu umbúðir af þessari sort sem hægt er að versla sér út í búð á okkar ástkæra landi, hinsvegar þá kostar 2l af mjólk (einnig stærsta umbúð af þeirri sort, að ég best veit) kostar í kringum 125kr. og ekki hef ég orðið beint vör við nein rosa tilboð á blessaðri mjólkinni fyrir utan það þegar verið var að selja hana á krónu í einhverju samkeppnis rugli.
Sem sagt 2l cola = 99kr. 2l mjólk ~ 125kr. og nú hugsar eflaust einhver "þetta er nú ekki sanngjarnt, colað var á tilboði" nú? og hvað með það? ekki eins og það sé algeng sjón að sjá mjólk á tilboði, enda er hún nauðsynja vara, og enginn hagnaður í að bjóða gott verð á mjólk. Þá er það stór spurning hvort þetta sé virkilega ákjósanlegt? Er ekki einhver galli í landbúnaði hjá okkur Íslendingum eða erum við bara of treg?
Ekki misskylja mig og halda að ég sé að ýja að því að hækka verðið á gosi en þetta eru hálf sláandi tölur þó svo að þær séu ekki á beint áræðanlegum staðreindum né heimildum byggðar.

(tölur þessar hafa enga heimild á baki sér og mun búðin því verða ónefnd og biðst ég forláts ef ég fer með rangt mál)


Gleðilegt sumar!

Jæja þá er maður kominn með enn eitt bloggið!

Á morgun á ég tíma hjá lækninum mínum og fæ að komast að því hvers vegna ég er búin að vera með þessa endalausu hausverki undanfarnar vikur, ef ekki mánuði, búin að vera mjög slöpp seinustu daga og lýsir það sér með almennum slappleika, þreytu, svima, höfuðverkjum, einbeitingar skorti og ég veit ekki hvað og hvað.
Vaknaði snemma í gær og fann næstum ekkert fyrir höfuðverkjum þannig að mér leið alveg frábærlega, tók til og þreif þar til ég átti að mæta í vinnu, og hélt bara að ég væri öll að koma til. Síðan þegar ég ætlaði að fara að sofa um kvöldið, eitthvað á bilinu 10-11, þá dúndraðist hausverkurinn aftur á mig ásamt því að mér var bara illt út um allan skrokkinn, var svipuð tilfinning eins og ég hefði verið á einhverju súper fylleríi og væri loksinns að finna þynnkuna fleyta sér yfir mig. Þannig að ég fékk ekki beint mikinn svefn í nótt og var hálf andvaka bara og er enn með hausverk.
Allavegana þá er ég að fara til læknis á morgun eins og kom fram hér fyr í færslunni og mun þá væntanlega vera tekin úr mér blóðprufa og athugað hvort þetta sé blóðleysi eða eitthvað í þá áttina.
Eitthvað hálf óhugnarleg hugsun samt að láta stinga inn í sig einhverskonar málmröri og láta sjúga út úr sér blóðið.. Ég fæ þó allavega að vita í hvaða blóðflokki ég er þar sem þetta ku verða mín fyrsta blóðprufa svo að ég viti af. Smile

Takk fyrir mig í bili og gleðilegt sumar!


Höfundur

Sandra Dögg
Sandra Dögg

Spurt er

Er búið að græja sig upp fyrir sumarið?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband